Þjónusta > Stjórnendaþjálfun

Stjórnendaþjálfun

Executive Coaching

Stjórnendaþjálfun (e. Executive Coaching) er áhrifarík samtalsþjálfun sem styður við faglegan vöxt stjórnenda og þeirra styrkleika. Með stjórnendaþjálfun nær stjórnandi markvissari árangri og lærir að nýta sér tól og tækni til að yfirstíga þær hindranir sem sem við setjum okkur oft ómeðvitað.

Stjórnendaþjálfun fer fram með reglulegum samtölum stjórnanda við stjórnendaþjálfa innan fyrirfram ákveðins tímaramma. Sem þinn stjórnendaþjálfi mun ég spyrja þig krefjandi spurninga og aðstoða þig við að kryfja svörin þín til að komast að kjarna málsins.

Ég mun setja þér verkefni og bjóða þér tól og tækni til þess að styðja við þína þróun og sjálfsvinnu.  Ég mun hvetja þig áfram heilshugar og ætlast til þess að þú leggir allt sem þú getur í þessa vinnu til þess að ná sem bestum árangri og taka skrefið út úr þægindahringnum.

Hverjir ættu að sækja stjórnendaþjálfun?

Stjórnendaþjálfun er fyrir alla stjórnendur sem hafa áhuga á að vaxa í starfi.  Eina leiðin til að ná nýjum hæðum sem einstaklingar er að vinna í sjálfum sér, stíga út fyrir þægindahringinn og ögra eigin takmörkunum. Hvort sem þú hefur nýlega tekið við stjórnunarhlutverki eða hefur verið þar í áratugi er stjórnendaþjálfun eitthvað sem mun nýtast þér.

Hafðu endilega samband fyrir upplýsingar um hvernig stjórnendaþjálfun gæti nýst þér.

Sem meðlimur International Coaching Federation (ICF) fylgi ég siðareglum þeirra í öllu mínu starfi. Hægt er að nálgast siðareglur ICF hér. https://coachfederation.org/ethics/code-of-ethics