Þjónusta > Leiðtogaþjálfun

Leiðtogaþjálfun

Leadership Training

Einn mikilvægasti þáttur í velgengni fyrirtækja er þjálfun stjórnenda. Hlutverk hvers einasta stjórnanda í þínu fyrirtæki er veigamikið í því að ná settum markmiðum og að halda utan um velferð og þróun starfsfólks. Stærstu mistök fyrirtækja eru oft að taka sérfræðinga sem eru sterk á sínu svið og setja þau í leiðtogahlutverk án þess að þjálfa leiðtogahæfni þeirra sérstaklega. Afleiðingar af þessu geta haft gífurleg neikvæð áhrif á frammistöðu bæði leiðtoga og teymis.

Með leiðtogaþjálfun viljum við byggja upp leiðtoga sem hafa hæfni, skilning og tól til að takast á við hinar margvíslegu áskoranir stjórnanda.

Leiðtogaþjálfun er unnin á vinnustofum í gegnum verkefni og hlutverkaleiki en meðal þess sem við förum yfir er:

  • Að leiða teymi

  • Samskipti og samvinna

  • Erfið samtöl

  • Markmiðasetning og verkefnastjórnun

  • Þróun starfsfólks