Íris Sigtryggsdóttir

Íris hefur mikla reynslu sem stjórnandi bæði hérlendis og erlendis auk þess að hafa síðustu ár stutt við stjórnendur og teymi með markþjálfun og fræðslu í starfi sínu sem fræðslustjóri og sem sjálfstætt starfandi stjórnendaþjálfi (Executive Coach).

Sem stjórnendaþjálfi leggur Íris áherslu á að stjórnendur setji sér háleit en raunhæf markmið og vinni að þeim af seiglu og einlægni. Við munum leggja áherslu á styrkleika þína og hvernig þeir megi best nýtast til þess að ná settum markmiðum og ryðja frá þeim hindrunum sem hafa staðið þér í vegi.

Í teymisvinnu er lögð áhersla á skýra sýn teymisins, traustan grunn samvinnu og umhverfi sem leyfir hverjum og einum teymisfélaga að nýta sína styrkleika á þann hátt sem best nýtist teyminu.

Teymisþjálfun er aðlöguð að aðstæðum og þörfum hvers teymis fyrir sig.

Íris er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun mannauðs- og markaðsmála frá University College Dublin ásamt því að vera vottaður ICF stjórnendamarkþjálfi (Executive Coach) frá Háskólanum í Reykjavík og teymismarkþjálfi (Team Coach) frá Team Coaching Studio.