
Þjónusta > Teymisþjálfun
Teymisþjálfun
Team Coaching
Teymisvinna er árangursríkasta leiðin til þess að sameina styrkleika hvers og eins og styðja við hugmyndaflæði og sköpunargáfu í þeim tilgangi að hámarka árangur heildarinnar. Teymi sem vinna á traustum grunni eru ómetanleg í hverju fyrirtæki.
Í teymisþjálfun vinn ég með teymum til að mynda þennan grunn, skilgreina tilgang og markmið teymisins og hlutverk hvers liðsfélaga. Þegar þessi grunnur er sterkur margfaldast áhrif teymisvinnu en að sama skapi getur það haft slæm áhrif á samvinnu og dregið úr árangri þegar þessi grunnur er ekki til staðar.
Teymisþjálfun er aðlöguð að þörfum hvers teymis fyrir sig þar sem við tæklum þær áskoranir sem teymið stendur frammi fyrir. Í kjölfar vinnustofu tekur við vikuleg samtalsþjálfun sem styður teymið við að aðlaga sig að sínum tilgangi og mæla árangur.
Hverjir ættu að sækja teymisþjálfun?
Teymisþjálfun er tilvalin fyrir ný teymi sem sett eru saman til að vinna að sameiginlegu markmiði en er einnig áhrifarík leið fyrir teymi sem glíma við erfiðleika í samskiptum, samvinnu eða við að ná settum markmiðum.
Endilega hafið samband fyrir nánari upplýsingar um hvernig teymisþjálfun gæti hjálpað þínu teymi að ná meiri árangri.
Sem meðlimur International Coaching Federation (ICF) fylgi ég siðareglum þeirra í öllu mínu starfi. Hægt er að nálgast siðareglur ICF hér. https://coachfederation.org/ethics/code-of-ethics