Þjónusta > Ráðgjöf

Ráðgjöf

Glöggt er gests augað og það reynist stjórnendum oft vel að fá inn utanaðkomandi aðila til að vinna með í átt að hámarksárangri.

Ég hef komið inn með ráðgjöf fyrir stjórnendur og/eða eigendur fyrirtækja þar sem þarf að skerpa á sýn, ferlum eða menningu. Sérstaklega hefur mér þótt gaman að vinna með nýsköpunarfyrirtækjum og stjórnendum þar sem þörfin er oft mikil í takt við ört vaxandi fyrirtæki eða stækkandi umhverfi.

Endilega hafið samband fyrir nánari upplýsingar.